Velkomin á ráðningavef Airport Associates

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu.


Almennt um starfsumsóknir:

  • Almennar umsóknir eru virkar í 3 mánuði. Ef starfstækifæri gefst verður haft samband við umsækjanda. Að þrem mánuðum liðnum er umsóknum eytt og þarf umsækjandi að senda inn nýja umsókn sé áfram óskað eftir starfi.

  • Ávallt þarf að sækja um auglýst störf sérstaklega jafnvel þótt almenn umsókn sé enn í gildi.

  • Þegar umsókn hefur verið send inn ætti staðfesting að berast með tölvupósti á netfang umsækjanda.

  • Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.Vissir þú?

Við bjóðum uppá skemmtilegt og spennandi starfsumhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Hjá okkur starfa metnaðarfullir, jákvæðir og kraftmiklir einstaklingar.

Á ársgrundvelli afgreiðum við u.þ.b. 70 flugfélög, þjónustum um 8.000 flugvélar, afgreiðum um 13.000 tonn af frakt og innritum um 875.000 farþega.

Starfsmannafjöldi er breytilegur eftir árstíðum. Fastráðnir starfsmenn eru um 300 en fjöldi starfsmanna fer uppí rúmlega 500 yfir sumarmánuðina.

  • Airport Associates
  • Fálkavöllur 7
  • 235 Keflavík Airport
  • Tel: +354 420 0700